Gott útsýni er forsenda öruggs aksturs.  Það er því mikilvægt að hreinsa rúðuna bæði að utan og innan.  Ef reykt er í bílnum myndast tjörulag innan á rúðuna.  Hægt er að bota venjuleg rúðusprey til þess að hreinsa bílrúðuna.  

Blettum úr sætum má ná úr með sápuvatni.  Ef það dugar ekki má nota blöndu af vatni og 25% ediksýru.  Forðist að nota hreinsibensín þar sem það eyðileggur vínyl.

Það er ekki gott ef það er stöðugur raki innan í bílnum.  Ástæðurnar geta verið margvíslegar og ráðlagt er að hafa strax samband við verkstæði ef raki er á gólfum eða blautt undir mottum.
Birt:
April 10, 2007
Tilvitnun:
Ingibjörg Elsa Björnsdóttir „Innra umhverfi bílsins“, Náttúran.is: April 10, 2007 URL: http://www.nature.is/d/2007/04/10/innra-umhverfi-blsins/ [Skoðað:Dec. 10, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: April 20, 2007

Messages: