Jólamarkaður við Elliðavatn
Í ár býður Skógræktarfélag Reykjavíkur upp á nýjung í undirbúningi jólanna, með jólamarkað við Elliðavatn, í Elliðavatnsbænum. Jólamarkaðurinn opnar laugardaginn 24. nóvember og verður opinn alla laugardaga og sunnudaga fram að jólum eða tl 23. desmember, milli kl. 11:00 og 18:00.
Þar verða meðal annars til sölu munir eftir íslenska hönnuði, handverks- og listiðnaðarfólk. Einnig skreytingar, kransar, og skreyttar greinar úr efni skógarins sem nemar í Garðyrkjuskóla Íslands og fleiri hafa unnið.
Vöfflur, kaffi og kakó verða á boðstólum og jólasveinar koma í heimsókn. Jólatré verða til sölu á hlaðinu við Elliðavatnsbæinn.
Birt:
Nov. 22, 2007
Tilvitnun:
Skógræktarfélag Reykjavíkur „Jólamarkaður við Elliðavatn“, Náttúran.is: Nov. 22, 2007 URL: http://www.nature.is/d/2007/11/22/jolamarkaour-vio-ellioavatn/ [Skoðað:Oct. 15, 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.