Sjófuglaparadísin Vestmannaeyjar
Erpur Snær Hansen flytur erindi um sjófugla í sal Kaupþings í Borgartúni fimmtudaginn 15. janúar
Tekin verður saman þekking um sjófugla í Vestmannaeyjum. Í Eyjum eru um 1,7 milljónir para sjófugla og telja höfuðstöðvar lundans þar þyngst. Mesti tegundafjölbreytileiki sjófugla á Íslandi er í Vestmannaeyjum, þar eru flestar algengar tegundir, en einnig eru þar höfuðstöðvar sjaldgæfari tegunda eins og sæsvalna og finnst skrofa hvergi annarsstaðar. Þar eru og fjögur súluvörp svo dæmi séu tekin. Í þessu erindi verður veitt yfirlit yfir stofnstærð og útbreiðslu tegunda sem byggja Vestmannaeyjar auk þess sem fjallað verður um lífshætti þeirra í bland við svipmyndir af fuglum og náttúru. Lítillega verður fjallað um rannsóknir á ný liðunarbresti í lundastofninum.
Fyrirlesarinn, Erpur Snær Hansen, er sviðstjóri vistfræðirannsókna hjá Náttúrustofu Suðurlands í Vestmannaeyjum.
Fyrirlesturinn verður á nýjum stað fræðslufunda Fuglaverndar, í húsi Kaupþings við Borgartún 19 (jarðhæð) gengið inn um aðalinnganginn, fimmtudaginn 15. janúar og hefst kl. 20:30. Aðgangur er öllum opinn og er ókeypis fyrir félaga í Fuglavernd en kostar annars 200 kr
Ljósmynd: Jóhann Óli Hilmarsson
Upplýsingar: Erpur Snæ r Hannsen
Sími: 4812683 Eða 6633877
Tekin verður saman þekking um sjófugla í Vestmannaeyjum. Í Eyjum eru um 1,7 milljónir para sjófugla og telja höfuðstöðvar lundans þar þyngst. Mesti tegundafjölbreytileiki sjófugla á Íslandi er í Vestmannaeyjum, þar eru flestar algengar tegundir, en einnig eru þar höfuðstöðvar sjaldgæfari tegunda eins og sæsvalna og finnst skrofa hvergi annarsstaðar. Þar eru og fjögur súluvörp svo dæmi séu tekin. Í þessu erindi verður veitt yfirlit yfir stofnstærð og útbreiðslu tegunda sem byggja Vestmannaeyjar auk þess sem fjallað verður um lífshætti þeirra í bland við svipmyndir af fuglum og náttúru. Lítillega verður fjallað um rannsóknir á ný liðunarbresti í lundastofninum.
Fyrirlesarinn, Erpur Snær Hansen, er sviðstjóri vistfræðirannsókna hjá Náttúrustofu Suðurlands í Vestmannaeyjum.
Fyrirlesturinn verður á nýjum stað fræðslufunda Fuglaverndar, í húsi Kaupþings við Borgartún 19 (jarðhæð) gengið inn um aðalinnganginn, fimmtudaginn 15. janúar og hefst kl. 20:30. Aðgangur er öllum opinn og er ókeypis fyrir félaga í Fuglavernd en kostar annars 200 kr
Ljósmynd: Jóhann Óli Hilmarsson
Upplýsingar: Erpur Snæ r Hannsen
Sími: 4812683 Eða 6633877
Birt:
Jan. 14, 2009
Tilvitnun:
Einar Þorleifsson „Sjófuglaparadísin Vestmannaeyjar“, Náttúran.is: Jan. 14, 2009 URL: http://www.nature.is/d/2009/01/14/sjofuglaparadisin-vestmannaeyjar/ [Skoðað:Oct. 4, 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.