Málstofa um umhverfisvæna ferðaþjónustu verður haldin í Þjóðminjasafninu, fyrirlestrarsal, fimmtudaginn 7. apríl nk. frá kl. 08:30-10.00

Dagskrá:

8:30. Einar Örn Benediktsson, formaður menningar og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar, opnar málstofuna og tekur stöðu fundarstjóra.

8:35. Elías Bj. Gíslason, formaður þróunarsviðs Ferðamálastofu kynnir Vakann, nýtt gæðakerfi  í ferðaþjónustu.  Í erindi sínu leggur hann sérstaka áherslu á umhverfisþátt gæðakerfisins.

8:55  Kaffihlé

9:10  Sif Gunnarsdóttir forstöðumaður Höfuðborgarstofu kynnir grænar áherslur í ferðamálastefnu Reykjavíkurborgar. Ómengað umhverfi og nýting hreinnar orku eru mikilvægir lyklar að heilsuferðaþjónustu í stefnumótun Reykjavíkjavíkur 2011-2020.

9:30. Sigríður Ólafsdóttir rekstrarstjóri Farfuglaheimilanna í Reykjavík kynnir helstu áskoranir þess að vera grænn og vænn í ferðaþjónustu en Farfuglaheimilið í Laugardal var eitt fyrsta fyrirtækið í íslenskri ferðaþjónustu til að verða sér úti um umhverfisvottun -  Svansmerkingu - árið 2004 og fékk umhverfisverðlaun Ferðamálaráðs á liðnu ári.

9.50  Spurningar og umræður

10.00. Málstofulok
Allir velkomnir.

 

 

Efri grafík; Vaki, neðri grafík; Svanurinn.

Birt:
April 5, 2011
Tilvitnun:
Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur „Ferðalög framtíðar: græn, blá eða grá?“, Náttúran.is: April 5, 2011 URL: http://www.nature.is/d/2011/04/05/ferdalog-framtidar-graen-bla-eda-gra/ [Skoðað:Aug. 19, 2022]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: