Ef konur sem að öllu jöfnu hafa reglulegar blæðingar fá óeðlilega miklar blæðingar má vinna gegn því með barkandi jurtum, t.d. hjartarfa, maríustakki, bjöllulilju, brenninetlu og hindberjum. Jurtirnar draga úr blóðflæðinu án þess að bæla dulinn sjúkdóm sem kynni að vera til staðar.
Ef blæðingar eru hins vegar ætíð óeðlilega miklar ætti viðkomandi kona að leita til kvensjúkdómalæknis til þess að fá rétta sjúkdómsgreiningu. Ef engin orsök finnst má nota ofantaldar jurtir frá 14. Degi tíðahrings til þess að draga úr blæðingum. Einig er gott að nota klóelftingu til styrktar allan tíðahringinn.

Dæmi um jurtalyfjablöndu gegn miklum blæðingum
1 x hjartarfi
2 x maríustakkur
1 x bjöllulilja
2 x hindber

Jurtalyfjavlandan er síðan tekin inn þrisvar á dag frá 14. Degi tíðahrings til síðasta dags blæðinga.
Auk þess er drukkið te af klóelftingu tvisvar til þrisvar á dag alla daga tíðahringsins.
Birt:
April 13, 2007
Tilvitnun:
Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir „Miklar blæðingar“, Náttúran.is: April 13, 2007 URL: http://www.nature.is/d/2007/04/13/miklar-blingar/ [Skoðað:May 19, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: Dec. 14, 2010

Messages: