Gulrætur
Gulrætur eru dásamlegar og hægt að hafa þær ferskar í allt að átta mánuði á ári, frá júlí þegar farið er að grisja og út febrúar, ef geymslur eru góðar. Á haustin, þegar kappnóg er til, þá er freistandi að gera gulrótarsafa. Ég fékk hann fyrst fyrir fjórum áratugum í Jarðarberjakjallaranum í Kaupmannahöfn. Til þess að gera gulrótarsafa þarf að hafa vél sem rífur gulrótina og þeytir safanum frá með miðflóttaafli og skilur hann þannig frá hratinu svolítið eins og gamaldags strokkur. Hratið má svo nota í bakstur en þó aðeins lítið af því, það besta er farið úr því.
Gulrætur frystast vel, en þær geymast líka ágætlega í kulda. Þær minnstu eru borðaðar fyrst. Ef mikið er til er gott að frysta þær litlu, eftir að þær hafa verið forsoðnar. Þær stærri má þvo vandlega, þurrka lauslega og láta síðan örlítið rakar í plastpoka. Þannig geymast þær í kaldri geymslu eða ísskáp í nokkra mánuði, bara aðgæta að þær neðstu liggi ekki í bleytu. Það er best að flokka eftir stærð og nota þær minni fyrst.
Gulrætur þarf ekki að taka inn fyrr en fyrstu frost eru afstaðin. Um miðjan október vill oft frjósa skyndilega og stundum varanlega og þá er illt að eiga mikið úti. En það er hægt að setja þykkt lag af heyi yfir gulrótnabeðið (gæta þess bara að það sé ekki með fræberandi grösum) og láta standa allt fram að jólum. Þetta virkar afar vel utan ef sniglar eða mþs komast að þessu, en það er fljótt að sjást ef litið er eftir. Mér leiðast sandlegnar gulrætur, því þær þorna hjá mér, en þetta er viðurkennd aðferð til að geyma þær stóru. Fyrir mína parta vil ég heldur gera úr þeim safa en að láta þær þorna í
Úr Ætigarðinum - handbók grasnytjungsins, eftir Hildi Hákonardóttur. Bókin er fáanleg hér á Náttúrumarkaðinum. sandinum.
Ljósmynd: Gulræturnar mínar, fyrstu grisjun í byrjun ágúst 2011. Ljósm.Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
Tilvitnun:
Hildur Hákonardóttir „Gulrætur“, Náttúran.is: Aug. 16, 2013 URL: http://www.nature.is/d/2007/11/12/gulrtur/ [Skoðað:Sept. 16, 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: Nov. 12, 2007
breytt: March 14, 2014