Einiviður
Einiberjarunnar vaxa villt á Íslandi og auðvelt að hafa þá hjá sér úti eða inni. Í góðum árum þroskar einirinn ber og þau eru hið besta krydd. Samkvæmt fornum hefðum hreinsar reykurinn af eini híbýli manna á sama hátt og salvía og reykelsi. Það má leggja einiviðargreinarstúf á heitan ofn eða hellu eða kveikja í greininni í hreinum öskubakka. Soð af einivið hreinsar matarílát á fjöllum og sama gagn gerir sortulyng. „Þurrkað vallhumalsblóm, hvannarótarbörkur, blóðberg þurrkað, einiber eða harðþurrkuð einiblöð gefa bestu lykt. Þessu reykelsi skal sá á glæður í glóðarkeri og veifa svo um húsið. ... Reyrgresi gefur góða lykt klæðum. Það má hengja í vöndlum í hús vor,“ skrifar Eggert Ólafsson.
Úr Ætigarðinum - handbók grasnytjungsins, eftir Hildi Hákonardóttur.
Lljósmynd: Óþroskuð einiber á einiberjarunna í þjóðgarðinum undir Snæfellsjökli í byrjun júní. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
Tilvitnun:
Hildur Hákonardóttir „Einiviður“, Náttúran.is: Aug. 22, 2014 URL: http://www.nature.is/d/2007/11/09/einiviur/ [Skoðað:Sept. 16, 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: Nov. 9, 2007
breytt: Aug. 22, 2014