Bræðið 2 msk af smjöri á stórri pönnu. Raðið þar á hráum kartöflusneiðum í 2−3 lög. Stráið yfir hvert þeirra salti, pipar og smjörklípum. Setjið lok á pönnuna og látið malla í 15 mínútur. Takið lokið af og haldið áfram að elda uns kartöflurnar eru brúnar og stökkar að neðan. Kryddið með grænu kryddi eftir árstíð.

Úr „Blálandsdrottningin og fólkið sem ræktaði kartöflurnar“  eftir Hildi Hákonardóttur. Bókin er fáanleg hér á Náttúrumarkaðinum.

Birt:
Sept. 20, 2011
Tilvitnun:
Hildur Hákonardóttir „Kartöflur að hætti Önnu“, Náttúran.is: Sept. 20, 2011 URL: http://www.nature.is/d/2011/09/20/kartoflur-ad-haetti-onnu/ [Skoðað:Feb. 25, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: Sept. 23, 2012

Messages: