Kartöflueggjakaka
Kartöflueggjakaka er ágæt þegar nokkrar kartöflur hafa gengið af, ef þær eru nægilega bragðgóðar.
Kartöflurnar eru skornar niður og settar á pönnu með söxuðum lauk, salti og pipar og brúnað létt þangað til laukurinn er meyr. 3–4 eggjum er slegið saman með 2 msk af mjólk. Þessu hellt yfir kartöflurnar og hitað þangað til eggin eru hlaupin og hrært varlega í ef þarf. Skreytt með fersku, grænu kryddi eftir smekk.
Úr „Blálandsdrottningin og fólkið sem ræktaði kartöflurnar“ eftir Hildi Hákonardóttur. Bókin er fáanleg hér á Náttúrumarkaðinum.
Ljósmynd: Nýuppteknar og hreinsaðar Premium kartöflur, ljósm. Guðrún A. Tryggvadóttir.
Birt:
Sept. 28, 2011
Tilvitnun:
Hildur Hákonardóttir „Kartöflueggjakaka“, Náttúran.is: Sept. 28, 2011 URL: http://www.nature.is/d/2011/09/20/kartoflueggjakaka/ [Skoðað:Sept. 20, 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: Sept. 20, 2011
breytt: Sept. 28, 2011