Hnetur eru mjög næringarríkar og innihalda hollar fitur sem vernda hjartað og minnka kólesteról. Hnetur eru einnig flokkaðar undir ofurfæðu. Áður en þú teygir þig í skál fulla af mismunandi hnetum er þó gott að vera meðvitaður um hvernig mismunandi hnetur blandast saman, næringarlega séð. Hér að neðan er listi yfir fimm hollustu hneturnar.

1. Valhnetur
Allar hnetur eru þekktar fyrir að hafa góð áhrif á hjartað en þó eru það valhneturnar sem eru sérstaklega góðar. Valhneta er eina hnetan sem inniheldur stóran skammt af Omega 3 og 6 fitusýrum sem auðvelda æðunum að hreinsast og koma í veg fyrir hjartasjúkdóma. Rannsóknir hafa einnig sýnt fram á að það er samband á milli valhneta og sterkra beina.

2. Möndlur
Það er ótrúlegt hversu mikilli næringu er pakkað í þessa litlu hnetur. Möndlur innihalda mikið af kalki, trefjum, magnesíum, kalíum, kopar, próteini og E vítamíni. Möndlur innihalda meira E-vítamín en nokkur önnur mandla. Aðeins 28 gr af möndlum á dag jafnast á við 50% af ráðlögðum dagskammti af E-vítamínum. Möndlur innihalda einnig mikið af andoxunarefnum.

3. Makedónískar hnetur
Makedónískar hnetur eru fullar af trefjum, próteini og hollum fitum. Þessar hnetur eru einnig þekktar fyrir að gefa mikla orku þegar maður er slappur. Þær innihalda mesta magn af mettaðri fitu sem minnkar magn kólesteróls í líkamanum. Gott er að narta í slíkar hnetur á morgnana.

4. Pekanhnetur
Pekanhnetur innihalda meira en 19 vítamín og steinefna og eru sérstaklega ríkar af andoxunarefnum. Slíkar hnetur virka vel til að berjast á móti veikindum og lækka kólesteról. Pekanhnetur eru einnig troðfullar af próteinum.

5. Heslihnetur
Heslihnetur innihalda mikið af E vítamíni, fólínsýru, B vítamíni og ammínósýrum. Heslihnetur geta minnkað líkur á hjartasjúkdómum og innihalda mikið magn andoxunarefna sem styrkja æðakerfið.

Aðrar athyglisverðar hnetur

Jarðhnetur: Þó að nafnið gefi til kynna að hér sé um hnetu að ræða þá er það þó ekki rétt því jarðhnetur eru belgjurtir. Þó jarðhnetur innihaldi ekki jafn mikið af næringarefnum og hnetur þá innihalda þær þó mikið af trefjum og próteini.

Brasilíuhnetur: Einungis ein brasilíuhnetur útvegar okkur ráðlögðum dagskammti af seleni, andoxunarefni sem berst gegn sindurefnum og gæti einnig spilað hlutverk í að koma í veg fyrir brjóstakrabbamein. Einnig innihalda brasilíuhnetur mikið af Omega 3 fitusýrum.

Pistasíur: Pistasíur eru góðar fyrir augun og innihalda mikið af andoxunarefnunum lútein og seaxatín sem viðheldur heilbrigðri sjón. Pisastasíur innihalda einnig kalíum og prótein. 28 gr af pistasíum innihelda meira prótein en eitt egg.

Til að fá sem mesta næringu úr hnetunum er gott að borða þær hráar. Ristaðar hnetur innihalda viðbætt natríum og ristunarferlið getur minnkað áhrif hnetunnar á heilsu hjartans. Þó bragðlaukarnir hafi gaman af því að borða hnetur húðaðar af súkkulaði eða jógúrt þá strokar það því miður út heilsubætandi áhrif hnetunnar. Það sama á við um þegar of margar hnetur eru borðaðar. Allt er gott í hófi.

Birt:
Oct. 4, 2011
Tilvitnun:
Móna Róbertsdóttir Becker „Hnetur“, Náttúran.is: Oct. 4, 2011 URL: http://www.nature.is/d/2011/10/04/hnetur/ [Skoðað:May 24, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: Oct. 5, 2011

Messages: