Frá og með febrúar á næsta ári mun H&M verslunarkeðjan taka við notuðum og gölluðum fötum til endurvinnslu í öllum þeim 48 löndum þar sem keðjan er starfandi, óháð vörumerkjum og því hvar fötin voru upphafleg keypt. Þessi nýbreytni er liður í viðleitni fyrirtækisins til að stuðla að sjálfbærri þróun. Þeir sem skila inn fötum fá afsláttarmiða frá H&M í staðinn.
(Sjá frétt á heimasíðu Svenska dagbladet í gær).

Birt:
Dec. 7, 2012
Höfundur:
Stefán Gíslason
Uppruni:
2020.is
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „H&M tekur við notuðum fötum“, Náttúran.is: Dec. 7, 2012 URL: http://www.nature.is/d/2012/12/09/hm-tekur-vid-notudum-fotum/ [Skoðað:July 13, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: Dec. 9, 2012
breytt: Dec. 10, 2012

Messages: