Verið velkomin á opinn fund um Umhverfisvandann og ábyrgð Íslands, sem haldinn verður í Sal Þjóðminjasafnsins föstudaginn 30. mars 2012 kl 12-13.

Undanfarin tvö ár hefur stór hópur evrópskra sérfræðinga unnið að álitsgerð og tillögum um róttækar aðgerðir í umhverfismálum. Þessi vinna hefur farið fram á vegum ESF (European Science Foundation) og COST (European Cooperation in Science and Technology) undir heitinu RESCUE (Responses to Environmental and Societal Challenges for our Unstable Earth).

Lokaskýrsla verkefnisins var kynnt í Brussel í síðasta mánuði og er nú aðgengileg á vefnum. Lögð er áhersla á að nú þegar svonefnd “mannöld” (Anthropocene) er gengin í garð þar sem áhrifa mannsins gætir í vaxandi mæli í öllu vistkerfi heimsins sé nauðsyn á nánu samstarfi ólíkra fræðigreina, rannsóknastofnana, almennings og stjórnvalda og að byltingar sé þörf í menntamálum.

Stofnun Sæmundar fróða býður til fundar þar sem rætt verður um ábyrgð Íslands í umhverfismálum í ljósi RESCUE skýrslunnar. Gísli Pálsson, prófessor í mannfræði, annar tveggja stjórnenda RESCUE verkefnisins mun kynna skýrsluna, en Kristín Vala Ragnarsdóttir, forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs og Þorvarður Árnason, forstöðumaður Rannsóknarsetur H.Í. á Hornafirði munu fjalla nánar um efni hennar.

Fundarstjóri er Guðmundur Ingi Guðbrandsson framkvæmdastjóri Landverndar.
Fundurinn verðu haldinn í Sal Þjóðminjasafnisins og er öllum opinn.

Birt:
March 23, 2012
Tilvitnun:
Stofnun Sæmundar fróða „Fundur um umhverfisvandann og ábyrgð Íslands“, Náttúran.is: March 23, 2012 URL: http://www.nature.is/d/2012/03/23// [Skoðað:Feb. 25, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: