Á dögunum fundust tvö hreiður freigátufugla á Ascension-eyjunni í sunnanverðu Atlantshafi, en u.þ.b. 150 ár eru liðin síðan villikettir útrýmdu síðustu ungum tegundarinnar á eyjunni. Freigátufuglar eru í hópu sjaldgæfustu sjófugla heims og því þykja þetta mikil tíðindi. Endurkoma fuglanna er árangur margra ára átaks til að útrýma villiköttum á Ascension. Köttunum var upphaflega sleppt á eyjunni í kringum aldamótin 1800 til að koma í veg fyrir að rottur fjölguðu sér óhóflega. Rotturnar höfðu borist þangað vegna gáleysis manna og voru farnar að ógna fuglastofnum. Raunin varð sú að kettirnir gengu í lið með rottunum í ungaátinu og síðan þá hafa fuglar átt mjög undir högg að sækja á þessum slóðum.
(Sjá frétt The Guardian 8. desember).

Ljósmynd: Freigátufugl í tilhugalífinu, E. Kindler.

Birt:
Dec. 10, 2012
Höfundur:
Stefán Gíslason
Uppruni:
2020.is
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Freigátufuglar aftur á Ascension eftir 150 ára fjarveru“, Náttúran.is: Dec. 10, 2012 URL: http://www.nature.is/d/2012/12/10/freigatufuglar-aftur-ascension-eftir-150-ara-fjarv/ [Skoðað:May 19, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: