Augnskol er ýmist te eða urtaveig. Ef te er notað skal laga te sérstaklega fyrir hvert skol. Teið þarf að vera mjög veikt, ½ tsk af jurtum á móti ½ bolla af vatni.

Gætið þess að sía teið mjög vel og kæla það fyrir notkun. Deilið teinu síðan í tvö ílát og notið hvort fyrir sitt auga. Skolið ávallt bæði augun þegar um sýkingu er að ræða. Sér urtaveig notuð skal sjóða vatn og kæla, deila í tvö lítil ílát (4-5 msk í hvort) og setja 10-15 dropa af urtaveig í hvort ílát.

Gætið þess að augun eru mjög viðkvæm. Leitið því alltaf til læknis til þess að fá rétta sjúkdómsgreiningu áður en lækning er reynd með jurtum.

Birt:
April 13, 2007
Tilvitnun:
Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir „Augnskol“, Náttúran.is: April 13, 2007 URL: http://www.nature.is/d/2007/04/13/augnskol/ [Skoðað:June 24, 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: May 7, 2007

Messages: