Rétt í þessu var tilkynnt í Osló að Al Gore hafi hlotið friðarverðlaun Nóbels árið 2007. Gore hlaut verðlaunin fyrir framtak sitt til að bjarga heiminum frá hlýnun jarðar. Loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna hlýtur einnig þessi verðlaun og deila því Al Gore og loftslagsnefnd SÞ titlinum. Loftslagsnefndin hefur safnað saman upplýsingum um loftslagsbreytingar af mannavöldum og hefur komið á framfæri þekkingu þeirra á málefninu.

Í loftslagsnefnd SÞ sitja um 3000 veðurfræðingar, haffræðingar, sérfræðingar í ísmyndun, hagfræðingar og aðrir sérfræðingar. Nefndin hefur fjallað um hlýnun jarðar og lagt fram áætlun um aðgerðir.

Birt:
Oct. 12, 2007
Tilvitnun:
Móna Róbertsdóttir Becker „Al Gore hlaut friðarverðlaun Nóbels“, Náttúran.is: Oct. 12, 2007 URL: http://www.nature.is/d/2007/10/12/al-gore-hlaut-friarverlaun-nbels/ [Skoðað:Aug. 5, 2021]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: