Matarklasar á Íslandi
Klasar eru samstarfsform, einskonar „samstarf í samkeppni“ * sem hefur þann tilgang að styðja við uppbyggingu og samstarf milli aðila (fyritækja, stofnana og sveitarfélaga) til framgangs ákveðinna málefna s.s. matvælaframleiðslu, menningartengdrar ferðaþjónustu o.fl. Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur að tilstðuðlan opinberra aðila haft umsjón með því að kynna klasaformið í samvinnu við atvinnuþróunarfélögin og fjöldi klasa hafa verið stofnaðir um allt land. Á meðal þeirra matarklasar.
Matarklasarnir eru orðnir átta, þar af eru sjö klasar ** komnir vel af stað. Hér á Grænum síðum og korti getur þú kynnt þér hverjir starfa undir hvaða klasa með því að slá inn nafn fyrirtæksins eða starfseminnar hér í leitarreitina á Grænum síðum, eða þú skoðar alla klasa undir Vottanir/Viðmið:Klasar eða þú leitar undir þeim vörum sem þú hefur áhuga á undir Vörur:Heimavinnsla en þar eru aðilar flokkaðir eftir vöruframleiðslu sé það eðli starfsemi þeirra. Undir Vörur:Heimavinnsla sérð þú einnig önnur verkefni s.s. Beint frá býli og einstaka frambjóðendur heimavinnsluafurða flokkaða eftir framboðsvörum sínum.
Með því að smella á aðilana getur þú bæði séð þá á korti og hvaða flokka aðra þeir falla undir og þannig aftur þrætt leiðina til annarra tengdra aðila og málefna. Tilgangurinn með þessum ítarlegu rannsóknum og skráningum á framboðinu í landinu er að gefa yfirsýn á fjölbreytnina og gróskuna sem nú þegar er staðreynd um allt land, og hjálpa til við að efla hana enn frekar.
*Sjá rit Impru „Samstarf í samkeppni“.
**Matarklasi Suðurlands, Veisla að vestan, Austfirskar krásir, Ríki Vatnajökuls, Matur úr Eyjafirði, Þingeyska matarbúrið og Matarkistan Skagafjörður. Matarklasi Vesturlands hefur verið stofnaður en er ekki komin það langt af stað að hægt sé að skrá aðila.
Grafík: Matarklasar á Íslandi, Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Matarklasar á Íslandi“, Náttúran.is: Oct. 25, 2011 URL: http://www.nature.is/d/2009/11/06/matarklasar-islandi/ [Skoðað:Oct. 11, 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: Nov. 6, 2009
breytt: Oct. 25, 2011