TILKYNNING UM AÐGERÐIR

Umhverfisstofnun, matvælasvið - Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga
-
Umhverfisstofnun hafa borist upplýsingar frá Umhverfis- og heilbrigðisstofu Reykjavíkur / um óheilnæma matvöru á markaði.
Nánari lýsing:
• Vöruheiti: Döðlur frá Himneskri hollustu
• Framleiðandi, innflytjandi og/eða dreifingaraðili: Himnesk hollusta flytur inn, pakkar og dreifir.
• Auðkenni / Skýringatexti: Döðlur í 250gr. og 400gr. plastboxum merktar “Himnesk hollusta” allar dagsetningar / Í döðlunum hafa fundist mítlar1)
• Laga- / reglugerðarákvæði: Óheilnæm matvæli, brot á 10 gr. laga nr. 93/1995 um matvæli.
• Áætluð dreifing innanlands: Verslanir Bónus og Hagkaupa

Umhverfis- og heilbrigðisstofa Reykjavíkur hefur gert fyrirtækinu að stöðva dreifingu á vörunum og innkalla af markaði og vera farnar úr verslunum að morgni 5. október n.k.
Umhverfisstofnun beinir því til Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga að sjá til þess að stofnunin berist upplýsingar um viðbrögð og eftirfylgni á ykkar svæði, sbr. neðanmál tilkynningarinnar, svo fljótt sem unnt er til þess að verslanir hafi fjarlægt vörurnar úr verslunum.
1)Mítlar eru jarðmaurar, pínugrey, geta líka verið svona pínu áttfætlur eða kóngulær.
Um mítla á vef Bændasamtakanna.
Sjá um mítla á Vísindavefnum.
Myndin er af vörunni.

Birt:
Oct. 14, 2006
Uppruni:
Umhverfisstofnun
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Mítlar í döðlum frá Himneskri hollustu - Innköllun vöru“, Náttúran.is: Oct. 14, 2006 URL: http://www.nature.is/d/2007/03/19/mitlar_dodlum/ [Skoðað:Sept. 13, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: March 19, 2007
breytt: May 2, 2007

Messages: