Í gær á Degi umhverfisins hlaut verkfræði- og ráðgjafafyrirtækið Línuhönnun hf. umhverfisverðlaun umhverfsiráðuneytisins „Kuðunginn“.
Við sama tækifæri kynnti ráðuneytið nýtt vefrit Hreint og klárt sem koma mun út á vegum ráðuneytisins mánaðarlega eða eftir því sem þurfa þykir. Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra ritar inngang í tímaritið og þar segir: „Hreint & klárt, vef­rit umhverfisráðuneytisins, hefur göngu sína með þessu tölublaði og mér er það sérstök ánægja að geta hafið útgáfuna á Degi umhverfisins. Hann er ekki síst ætlaður að vekja upp umræður um umhverfismál, efla umfjöllun um þau og auka áhuga fólks á þessum brýna málaflokki. Vefritið sem nú sér dagsins ljós í fyrsta sinn hefur að verulegu leyti sama tilgang.

Mér er það ekkert launungarmál að á stundum hefur mér þótt sem umræður um málaflokkinn mættu vera bæði meiri og vandaðri. Það er margt afar jákvætt að gerast í umhverfismálum hér á landi en opinber umræða beinist því miður af og til í aðrar áttir. Ég vona að Hreint & klárt verði ofurlítið lóð á þær vogarskálar að efla og bæta umræðu um umhverfismál. Að lokum óska ég öllum til hamingju með Dag umhverfisins“.

Sjá veftímaritið Hreint & klárt. 
Birt:
April 26, 2006
Uppruni:
Efla hf
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Línuhönnun hlaut Kuðunginn“, Náttúran.is: April 26, 2006 URL: http://www.nature.is/d/2007/03/21/kudungurinn/ [Skoðað:April 14, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: March 21, 2007
breytt: Jan. 15, 2008

Messages: