Hrútaberjalyng (Rubus saxatilis)Hrútaber eru alvillt og farin að láta miklu meira á sér bera. Bæði af því kjarr og skógur hefur aukist og sauðkindin nær ekki að hreinsa láglendisgróðurinn. Þau eru svolítið beisk og því betri með kjöti en með sætindum. Þau fást ekki í verslunum og það gerir þau eftirsóknarverð. Helga Sigurðar telur þau ekki með*, sem sýnir að þau hafi verið sjaldgæf áður meðan minna kjarr var.

*í bókinn Grænmeti og ber allt árið.

Úr Ætigarðinum - handbók grasnytjungsins, eftir Hildi Hákonardóttur. 

Ljósmynd: Hrútaberjalyng (Rubus saxatilis). Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
Aug. 2, 2014
Tilvitnun:
Hildur Hákonardóttir „Hrútaber“, Náttúran.is: Aug. 2, 2014 URL: http://www.nature.is/d/2007/08/15/hrtaber/ [Skoðað:Sept. 13, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: Aug. 15, 2007
breytt: Aug. 2, 2014

Messages: