Rafbílar og tvinnbílar eru áberandi á hinni árlegu bílasýningu sem nú stendur yfir í Detroit. Þar sýna m.a. bæði Honda og Toyota nýjar útgáfur af tvinnbílum sínum. GM og Ford leggja einnig mikla áherslu á þennan þátt á sýningunni, en framlag þriðja ameríska bílarisans, Chrysler, hefur ekki síst vakið athygli, þar sem áherslan á vistvæna bíla hefur þótt vera hvað minnst þar. Á sýningunni kynnir Chrysler þrjár nýjar gerðir tengiltvinnbíla, og er ætlunin að ein þeirra verði komin á markað vestanhafs þegar á næsta ári.
Lesið frétt Greenbiz.com í gær
Birt:
Jan. 15, 2009
Höfundur:
Stefán Gíslason
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Chrysler á leið með tengiltvinnbíla á markað“, Náttúran.is: Jan. 15, 2009 URL: http://www.nature.is/d/2009/01/16/chrysler-leio-meo-tengiltvinnbila-markao/ [Skoðað:April 27, 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: Jan. 16, 2009

Messages: