Borgaryfirvöld í Rotterdam ætla að dreifa sparperum til allra heimila í borginni. Heimilin eru rúmlega 300.000 talsins, en alls verður dreift rúmlega 600.000 perum. Þetta er liður í því að ná markmiði borgaryfirvalda um 50% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2025, miðað við árið 1990. Kostnaður við peruverkefnið er áætlaður um 4 milljónir evra (um 360 milljónir ísl. kr.), en hins vegar er gert ráð fyrir að þetta spari borgarbúum 26 milljónir evra á næstu 6 árum.
Lesið frétt PlanetArk/Reuter í dag

Orð dagsins birtast einnig á vef Staðardagskrá 21 á Íslandi samband.is/dagskra21

Birt:
Dec. 12, 2007
Höfundur:
Stefán Gíslason
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Orð dagsins 12. desember 2007“, Náttúran.is: Dec. 12, 2007 URL: http://www.nature.is/d/2007/12/12/oro-dagsins-12-desember-2007/ [Skoðað:Feb. 25, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: