Stofnaður hefur verið hópur á Facebook sem ætlar að standa vörð um nýju dýraverndarlögin sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið er að reyna að draga tennurnar úr í frumvarpi sem var lagt fyrir á Alþingi fyrir skömmu þar sem m.a. er lagst gegn því að grasbítum sé tryggð sumarbeit. Einnig leggur ráðuneytið til að áfram verði leyft að gelda unga grísi án deyfingar og að fært verði í lög að leyfilegt sé að drekkja sumum dýrategundum.

Í lýsingu hópsins, sem er öllum opinn, segir: „Dýraverndarsamband Íslands, Dýralæknafélag Íslands, Samtök lífrænna neytenda, Velbú, Slow Food og fleiri aðilar sem er annt um velferð dýra, hafa miklar áhyggjur af breytingum sem gerðar voru í meðförum Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins á tillögum nefndar sem ritaði frumvarp til nýrra laga um dýravelferð og ráðherra kynnti fyrir þingflokkum stjórnarflokkanna í vor.

Frumvarpið liggur nú fyrir þinginu og það er mjög mikilvægt að dýravinir beiti sér af öllum krafti til að tryggja ný og öflug dýravelferðarlög á Íslandi!"

Á innan við klukkutíma hafa á hátt í hundrað manns gengið til liðs við hópinn.

Sjá hópinn á Facebook.

Ljósmynd: Kú með risastór júgur á gangi undir Eyjafjöllum, Guðrún A. Tryggvadóttir.

Birt:
June 13, 2012
Tilvitnun:
Oddný Anna Björnsdóttir „Vegið að dýravernd í nýju frumvarpi“, Náttúran.is: June 13, 2012 URL: http://www.nature.is/d/2012/06/13/vegid-ad-dyravernd-i-nyju-frumvarpi/ [Skoðað:Oct. 4, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: