Þann 17. desember sl. var vindmylla til raforkuframleiðslu reist á Sólheimum en slíkt hefur staðið til um nokkurt skeið. Vindmyllan er hluti af Orkugarði Sólheima sem nú er unnið að og stefnt að formlegri opnun næsta vor. Það er Rótor ehf sem flytur inn vindmylluna en rafallinn er 600W af gerðinni Ampair.

Orkugarður Sólheima er fræðslugarður um endurnýjanlega orkugjafa. Þar verður hægt að fræðast um endurnýjanlega orkugjafa bæði innan- og utandyra. Verið er að leggja lokahönd á sýningu í Sesseljuhúsi og utandyra er hægt að skoða sólarsellur og vindmyllu, fyrirhugað er að virkja bæjarlækinn og Sólheimar eiga sína eigin hitaveitu. Líforkan er auk þess allt um kring í formi gróðurs og trjáa en auk þess er lífrænum úrgangi (matarleifum og gróðri) umbreytt í moltu í jarðgerðarvél.

Hægt verður að ganga um og skoða en einnig að panta leiðsögn fyrir hópa. Því hentar garðurinn bæði einstaklingum og hópum.
Mynd af vef Sesseljuhúss.
Birt:
Dec. 21, 2008
Tilvitnun:
Bergþóra Hlíðkvist Skúladóttir „Vindmylla reist á Sólheimum“, Náttúran.is: Dec. 21, 2008 URL: http://www.nature.is/d/2008/12/21/vindmylla-reist-solheimum/ [Skoðað:June 24, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: Jan. 23, 2011

Messages: