Fuglaskoðun í Fossvogskirkjugarði
Sunnudaginn 31. október n.k. verður Fuglavernd með fuglaskoðun í Fossvogskirkjugarði - sama dag og árleg garðfuglakönnun Fuglaverndar hefst.
Lagt verður af stað frá bílastæðinu við Fossvogskirkju klukkan 14:00. Edward Rickson fuglaskoðari með meiru mun leiða gönguna.
Veðurspáin er ágæt og mikið fuglalíf er í garðinum um þessar mundir. Munið eftir að taka sjónaukann með. Allir velkomnir.
Ljósmynd: Skógarþröstur, Jóhann Óli Hilmarsson.
Birt:
Oct. 28, 2010
Tilvitnun:
Fuglavernd „Fuglaskoðun í Fossvogskirkjugarði“, Náttúran.is: Oct. 28, 2010 URL: http://www.nature.is/d/2010/10/28/fuglaskodun-i-fossvogskirkjugardi/ [Skoðað:Sept. 20, 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: Jan. 17, 2011