Mynd Veðurstofunnar af svæðinu

Jarðskjálftahrina með upptök norður af Hveravöllum hófst á þriðjudagsmorgun. Fjöldi jarðskjálfta hafa mælst þar nú í vikunni  og hafa nokkrir skjálftar mælst af stærðinni 3 og yfir. Þar sem stíflur við Blöndulón og mannvirki Landsvirkjunnar eru á þessu svæði hefur almannavarnadeild RLS,ásamt Landsvirkjun og Veðurstofu Íslands sérstaklega fylgst með framvindunni, en ekki hafa fundist merki um skemmdir vegna þessara skjálfta.

Myndin er fengin af vef Veðurstofunnar.

Birt:
Oct. 29, 2010
Höfundur:
Einar Bergmundur
Tilvitnun:
Einar Bergmundur „Jarðskjálftahrina norður af Hveravöllum“, Náttúran.is: Oct. 29, 2010 URL: http://www.nature.is/d/2010/10/29/jardskjalftahrina-nordur-af-hveravollum/ [Skoðað:June 24, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: