Í gærkvöldi hófst jarðskjálftahrina á Reykjanesi sem byrjaði með jarðskjálfta að stærða 4,7 en upptök hans voru um 8 km norðaustur af Grindavík.  Sá jarðskjálfti fannst víða um suðvestanvert landið.

Margir eftirskjálftar hafa komið í kjölfarið og hafa nokkrir þeirra farið yfir 3,0 og þar af einn sem kom í dag að stærð 4,5.  Veðurstofan útilokar ekki að fleiri jarðskjálftar af svipaðri stærð verði á svæðinu næstu daga og jafnvel lengur.
Birt:
May 30, 2009
Höfundur:
Tilvitnun:
NA „Jarðskjálftahrina á Reykjanesi“, Náttúran.is: May 30, 2009 URL: http://www.nature.is/d/2009/05/30/jaroskjalftahrina-reykjanesi/ [Skoðað:June 24, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: