Rabarbari
Ef við höfum munað að taka upp mestallan rabarbarann í vor, þá eigum við ný sprottna leggi núna sem hægt er að nota í sultu. Nú er vorsultan líklega búin en ef þarf að klára þá gömlu úr ísskápnum til að rýma fyrir nýrri stendur hjónabandssælan alltaf fyrir sínu. Hér er uppskrift, gömul og góð eins og hjónabönd ættu að verða.
Hjónabandssæla í ofnskúffu
4 bollar hafragrjón 4 bollar hveiti 2 bollar sykur 2 tsk natron Þurrefnunum er blandað og síðan mulin saman við 500 g af góðu smjörlíki eða smjöri. Helmingur af deiginu er settur í ofnskúffu og jafnað með sleif eða fingrunum, þá kemur gott lag af rabarbarasultu og síðan er afgangurinn af deiginu mulinn ofan á. Bakað við háan hita eða 250º í 25 mínútur.
Ljósmynd: Rabarbari, Guðrún A. Tryggvadóttir.
Úr Ætigarðinum - handbók grasnytjungsins, eftir Hildi Hákonardóttur. Bókin er fáanleg hér á Náttúrumarkaðinum.
Birt:
Tilvitnun:
Hildur Hákonardóttir „Rabarbari“, Náttúran.is: Oct. 13, 2013 URL: http://www.nature.is/d/2007/11/12/rabarbari/ [Skoðað:Sept. 16, 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: Nov. 12, 2007
breytt: June 19, 2016