Sumar af stærstu borgum Bandaríkjanna hafa tekið sig saman um að mæla og greina frá koltvísýringslosun sinni í fyrsta sinn, undir merkjum nýrrar áætlunar sem tekur til 21 borgar í landinu.

Ætlunin er að borgirnar geti þannig sýnt á mælanlegan hátt hver frammistaða þeirra er í baráttunni við losun gróðurhúsalofttegunda.

Á meðal borganna sem um ræðir eru stórborgir á borð við New York, Las Vegas, New Orleans, Denver og Portland, en einnig minni borgir svo sem Saint Paul í Minnesota og West Palm Beach í Flórída.

Birt:
Aug. 18, 2008
Höfundur:
Viðskiptablaðið
Tilvitnun:
Viðskiptablaðið „Borgir reikna losun sína“, Náttúran.is: Aug. 18, 2008 URL: http://www.nature.is/d/2008/08/18/borgir-reikna-losun-sina/ [Skoðað:Oct. 4, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: Aug. 19, 2008

Messages: