Miðvikudaginn 14. maí n.k. heldur Ragnar K. Ásmundsson, sérfræðingur hjá ÍSOR erindi í Orkugarði. Erindið ber titilinn "Koltvísýrings varmadælur á Íslandi".

Á undanförnum árum hefur áhugi á varmadælum vaxið hér á landi. Sala þeirra hefur aukist og nokkrar úttektir á notkunarmöguleikum hérlendis hafa verið gerðar. Orkusjóður styrkti ný verið kaup og eftirlit með notkun varmadælu á Grþtubakka í Eyjafirði sem notar koltvísýring sem vinnslumiðil. Sá vinnslumiðill er umhverfisvænn og getur hitað vatn hærra en hefðbundnar varmadælur. Þessi gerð varmadælna ný tir varma úr útilofti til upphitunar vatns. Með einfaldri breytingu mátti nýta að stórum hluta varma úr volgu borholuvatni á landareigninni og auka þannig varmaafköst varmadælunnar. Að lokum verður hérlendur varmadælumarkaður skoðaður og kannað hversu mikið erindi varmadælur af ýmsum gerðum eiga inn á íslenskan niðurgreiddan rafhitunarmarkað. Líta má á þetta verkefni sem framhald af skýrslu um varmadælur og hagkvæmni þeirra við íslenskar aðstæður sem ÍSOR vann fyrir Orkustofnun og gefin var út árið 2005.

Erindi Ragnars hefst kl. 13:00 og verður í Víðgelmi í Orkugarði.
Birt:
May 5, 2008
Höfundur:
Orkustofnun
Uppruni:
Orkustofnun
Tilvitnun:
Orkustofnun „Koltvísýrings varmadælur - Erindi í Orkugarði“, Náttúran.is: May 5, 2008 URL: http://www.nature.is/d/2008/05/05/koltvisyrings-varmadaelur-erindi-i-orkugaroi/ [Skoðað:Feb. 21, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: