Í tilkynningu frá Náttúruverndarsamtökum Íslands frá 3. júlí 2007 segir:

Landssamband íslenskra útgerðarmanna situr fast við sinn keip og hafnar ráðleggingum vísindamanna um verulegan samdrátt í þorskafla. Í stað þess - og án frekari rökstuðnings - leggur LÍÚ til að hvalveiðar verði stórauknar.

Á fundi vísindanefndar NAMMCO* s.l. nóvember varð niðurstaða vísindamanna sú að "Once again the [NAMMCO] Scientific Committee was forced to conclude that it could not provide the requested advice on the economic aspects of fishery - marine mammal interactions in the 2 areas (Barents Sea and Iceland) and with the two species (minke whales and harp seals) that have been identified as feasible for this assessment."

Með öðrum orðum vísidnamenn NAMMCO - þar með talið vísindamenn Hafrannsókanrstofnunarinnar - hafa ekkert um það segja hvort stórauknar hvalveiðar muni hafa áhrif á ástand fiskstofna.

Í stað þess að gera hvali að blóraböggli ætti LÍÚ að sýna ábyrgð og viðurkenna niðurstöður vísindamanna um að draga verði úr þorskveiðum um 63 þúsund tonn á næsta fiskveiðiári.


*North Atlantic Marine Mammal Commission eða Norður-Atlantshafs sjávarspendýraráðið.
Birt:
July 2, 2007
Höfundur:
Árni Finnsson
Tilvitnun:
Árni Finnsson „Gervivísindi LÍÚ “, Náttúran.is: July 2, 2007 URL: http://www.nature.is/d/2007/07/02/gervivsindi-l/ [Skoðað:May 19, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: July 9, 2007

Messages: