Vistævn innkaup ríkis og sveitarfélaga - Umhverfisskilyrði varðandi kaup á efnavörum

Umhverfiskröfurnar skiptast i tvo flokka:
A. Lágmarkskröfur sem verður að uppfylla,
B. Matsskilyrði, þ.e skilyrði sem verða höfð til hliðsjónar þegar tilboð eru metin.

A. Lágmarksskilyrði
Forsenda þess að tilboð sé tekið til greina er að lágmarksskilyrði hafi verið uppfyllt.

Kröfur sem snerta sjálfa vöruna:

A.1.Tensíð skulu vera auðniðurbrjótanleg, samkvæmt OECD:s Guidelines 301 A – F, þ.e, þau brotni niður um meira en 60 % (mælt sem CO2 / BOD) eða 70 % (mælt sem DOC).
Flúrortensíð í neðangreindum gólfviðhaldsvörum eru undaný egin skilyrðinu.

  • grunnbón
  • bón
  • viðhaldsvax eða -bón
  • spraybón eða -vax
  • þvottavax eða -bón

A.2. Hvorki innihaldsefni né þekkt niðurbrotsefni þeirra mega safnast upp í lífríkinu (bioaccumulation) samkvæmt reglugerð nr. 236/1990 um flokkun, merkingu og meðferð hættulegra efna og vörutegunda sem innihalda slík efni, ásamt síðari breytingumm., þ.e að Log Pow < 3,0 eða BCF < 100 (tilraunagildi).

Efni sem eru auðniðurbrjótanleg, skv. OECD: guidelines 301 A-F, eru undaný egin þessu skilyrði, að því gefnu að þau efnasambönd sem myndast við niðurbrotið hafi ekki langtímaáhrif á lífríki í vatni. Ilm- og mýkingarefni í gólfviðhaldsvörum sem mynda bónhúð (nánari skilgreining vörutegunda, sjá undaný águ undir lið A.1.) eru einnig undaný egin þessu ákvæði. 

A.3. Innihaldsefni og þekkt niðurbrotsefni þeirra mega ekki flokkast sem sterkt eitur, eitur, líkleg til að valda krabbameini, stökkbreytingum, eða hafa skaðleg áhrif á æxlun (efni flokkuð með hættusetningu: H 23, H 24, H 25, H 26, H 27, H 28, H 39, H 45, H 46, H 48, H 49, H 60 og H 61, sjá nánar reglugerð nr. 236/1990 ásam síðari breytingum)

Flúorsambönd i tannkremi og rotvarnarefni flokkuð með hættusetningu H 23, 24 eða 25 eru undaný egin þessu skilyrði ef styrkur þeirra er innan þeirra marka sem gilda um merkingarskyldu heilsuskaðlegra og ofnæmisvaldandi efna.

A.4. Vörur mega hvorki flokkast sem hættuleg umhverfinu né ofnæmisvaldandi samkvæmt reglugerð nr. 236/1990 um flokkun,merkingu og meðferð hættulegra efna og vörutegunda sem innihalda slík efni, ásamt síðari breytingum./kannski nóg hér að segja númerið þar sem nafnið er komið að ofan, er einhver hefð á þessu?

A.5. Ilmefni ( oft efnablöndur), sem bæta eiga lyktareiginleika vöru, skulu vera framleidd samkvæmt IFRA – staðli. Merkingar skulu vera í samræmi við reglugerð Evrópusambandsins (648/2004) um þvotta og ræstiefni, viðauka VII. Varan má ekki innihalda musk xylen og musk keton yfir leyfilegum mörkum samkvæmt reglugerð nr.748/2003 um snyrtivörur.

A.6. Varan má ekki innihalda efnasambönd með virkum klór.

Hægt er að veita undaný águ frá skilyrðinu vegna sótthreinsunar, bleikingar efna eða mygluhreinsunar.

A.7. Varan má ekki innihalda EDTA yfir 0,1 prósent af þyngd vörunnar.

A.8. Varan má ekki innihalda arómatísk leysiefni
Nafta með <1% arómat- og <0,1% benseninnihald er undaný egið skilyrðinu.

A.9. Varan má ekki innihalda perboröt

A.10. Varan má ekki innihhalda Alkylfenóletoxylöt.

Skilyrði tengd umbúðum

A.11. Umbúðir skulu ekki innihalda PVC plast (Polyvynilklóríð).

Skilyrði varðandi upplýsingar

A.12. Ef ráðlögð notkunarlausn vörunnar liggur yfir merkingarmörkum fyrir C og Xi með hættusetningu H41, skal þess getið undir lið 3 á öryggisblaði.

A.13. Varan skal flokkuð og merkt samkvæmt reglugerð nr.236/1990 . Öryggisleiðbeiningar (MSDS) fylgi með vörunni.

B. Matsskilyrði

Tekið verður tillit til eftirfarandi skilyrða við mat á vörum og efnum:.

B.1. Eru plastumbúðir merktar samkvæmt DIN 6120-1 og DIN 6120-2 eða sambærilegum stöðlum?.

B.2. Eru upplýsingar á umbúðum um ráðlagðar skammtastærðir?.

Aðrar upplyþsingar

Vörur sem bera Norræna umhverfismerkið Svaninn uppfylla ofangreind skilyrði (gilt Svansleyfi nægir sem staðfesting á að skilyrði hafi verið uppfyllt).

Af vef Umhverfisstofnunar.

Birt:
April 20, 2008
Höfundur:
Umhverfisstofnun
Uppruni:
Umhverfisstofnun
Tilvitnun:
Umhverfisstofnun „Umhverfisskilyrði varðandi kaup á efnavörum“, Náttúran.is: April 20, 2008 URL: http://www.nature.is/d/2008/04/20/umhverfisskilyroi-varoandi-kaup-efnavorum/ [Skoðað:Sept. 11, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: