Frermánuður - 20. nóvember – 20. desember
Frermánuður er sá tími, sem sól dvelst í skotmannsmerki. Nú þétta menn hús sín sem best verður og taka það allt til handargagns, sem brúkað var á sumri og nú þarf ei lengur, svo það sé þá til er vorar. Peningur hafi nóga gjöf og ei má hann láta hausthold fyrir miðjan vetur. Sé þíð jörð og hlýtt veður skal nú pæla upp aldingarð svo áburður blandist og þvælist vel saman við moldina á vetri, það eyðir og nokkuð arfa.
Birt:
Nov. 20, 2008
Tilvitnun:
Björn Halldórsson í Sauðlauksdal „Frermánuður - 20. nóvember – 20. desember“, Náttúran.is: Nov. 20, 2008 URL: http://www.nature.is/d/2007/04/21/20-nvember-20-desember/ [Skoðað:Sept. 16, 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: April 21, 2007
breytt: Jan. 11, 2009