Nokkuð óvænt munum við íbúar Sólheima vera með jólamarkað á göngugötu Kringlunnar næstu þrjá daga, fimmtudag, föstudag og laugardag. Markaðurinn verður staðsettur á neðstu hæð og verður opið á sama tíma og verslanir Kringlunnar eða frá kl. 10-22.

Sólheimar verða með vörur frá öllum vinnustofunum sem og vörur frá Garðyrkjustöðinni Sunnu, þ.e. Gulrótarmarmelaði, Jólachutney og annað góðgæti. Allir eru hvattir til að leggja leið sína í Kringluna og kíkja við á Sólheimabásnum.

Örfá dæmi um fjölbreytt úrval á jólamarkaði Sólheima: Jólachutney – Bþvaxkerti – Handgerðar sápur – Tréverk – Listaverk – Endurunnar pappírsskálar - Leirverk – Útikerti – Vefnaður og fleira og fleira og fleira.

Myndin er af trélambi á Sólheimum. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
Dec. 18, 2008
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Jólamarkaður Sólheima í Kringlunni“, Náttúran.is: Dec. 18, 2008 URL: http://www.nature.is/d/2008/12/18/jolamarkaour-solheima-i-kringlunni/ [Skoðað:June 24, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: