Norræni svanurinn er tvítugur í dag, en það var þennan dag 1989 sem Norræna ráðherranefndin ákvað að koma á fót sameiginlegu, opinberu, norrænu umhverfismerki. Á þessum 20 árum hefur Svanurinn náð að skipa sér í hóp virtustu umhverfismerkja í heimi, og yfirgnæfandi hluti Norðurlandabúa þekkir merkið. Þeir sem til þekkja eru sammála um að Svanurinn hafi átt stóran þátt í að breyta framleiðslu og neyslu á Norðurlöndunum til sjálfbærari hátta.
Lesið frétt á heimasíðu Svansins í Noregi í dag
og rifjið upp frétt á heimasíðu Norrænu ráðherranefndarinnar 14. okt. í fyrra

Birt:
Nov. 6, 2009
Höfundur:
Stefán Gíslason
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Svanurinn 20 ára í dag“, Náttúran.is: Nov. 6, 2009 URL: http://www.nature.is/d/2009/11/06/svanurinn-20-ara-i-dag/ [Skoðað:Feb. 25, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: