Rúrí flytur gjörninginn, VOCAL VI
Í dag kl. 17 flytur Rúrí gjörninginn, VOCAL VI í LIstasafni Íslands en yfirlitssýning á verkum hennar stendur nú yfir í safninu.
Undanfarin ár hefur Rúrí flutt gjörninga sem hafa yfirskriftina VOCAL, þar sem hún blandar saman videóvörpun, hljóði og texta. Vocal VI er nýjasta verkið í þessari röð gjörninga, en það var frumflutt í Ars Electronica Center í Linz í Austurríki í haust og er nú flutt í fyrsta sinn á Íslandi.
Rúrí hefur flutt VOCAL gjörninga víða meðal annars í Austurríki, Ítalíu, Þýskalandi og Bandaríkjunum auk Íslands. Rúrí hefur hefur í fjóra áratugi verið í framvarðasveit íslenskra listamanna og einn helsti gjörningalistamaður þjóðarinnar, sen vinnu fyrst og fremst út frá forsendum hugmyndalistarinnar. Nokkuð er um liðið síðan hún flutti síðasta gjörning á Íslandi og býðst hér fágætt tækifæri til að upplifa gjörning í flutningi hennar. Verkið tekur um 10 mínútur í flutningi og er á ensku.
Ljósmynd: Rúrí við fossagjörning sinn í Hallgrímskirkju þ.27. ágúst 2005. Ljósm. Guðrún A. Tryggvadóttir.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Rúrí flytur gjörninginn, VOCAL VI“, Náttúran.is: March 29, 2012 URL: http://www.nature.is/d/2012/03/29/ruri-flytur-gjorninginn-vocal-vi/ [Skoðað:Dec. 11, 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.