Matvælastofnun heldur fræðslufund um erfðabreytt matvæli þriðjudaginn 22. febrúar kl. 15:00 - 16:00. Á fundinum verður fjallað um reglugerð um merkingu og rekjanleika erfðabreyttra matvæla og fóðurs. Fjallað verður um hvaða matvæli og fóður falla undir reglugerðina, hverjar eru algengustu erfðabreyttu nytjaplönturnar og tekin verða dæmi um erfðabreytt matvæli unnin úr þeim.

Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu og nálgast upptöku af fundinum á vef undir MAST undir Útgáfa-Fræðslufundur.

Fyrirlesari er Helga M. Pálsdóttir, sérfræðingur hjá Matvælastofnun

Fræðslufundurinn verður haldinn í umdæmisskrifstofu stofnunarinnar í Reykjavík að Stórhöfða 23. Gengið er inn í húsnæði MAST að norðanverðu (Grafarvogsmegin). Allir velkomnir!

Grafík: Samsett mynd, Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
Feb. 16, 2011
Höfundur:
Matvælastofnun
Tilvitnun:
Matvælastofnun „Fræðslufundur um reglur um erfðabreytt matvæli“, Náttúran.is: Feb. 16, 2011 URL: http://www.nature.is/d/2011/02/16/fraedslufundur-um-reglur-um-erfdabreytt-matvaeli/ [Skoðað:July 25, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: