Plastumbúðir - heimili
Tilraunaverkefni
Flokka skal allar umbúðir sem ekki bera skilagjald (gosflöskur), s.s. sjampóbrúsa, tómatsósuflöskur, plastbakka undan ýmsum matvörum, plastpoka ýmiskonar, plastílát undan mjólkurdrykkjum, jógúrtdósir, plastílát undan hreinsiefnum o.fl.
Hvernig á að flokka plastumbúðir
Umbúðir skulu vera tómar, án allra aðskotahluta, s.s. matar- eða efnaleifa. Umbúðir skulu vera án loks og tappa en lok og tappar mega þó fylgja með.
Athugið að ekki er hægt að flokka frauðplast til endurvinnslu!
Hvert á að skila?
Heimili skila þessum umbúðum í gáma á endurvinnslustöðvum.
Hvað er gert við umbúðirnar?
Efnið er baggað og sent til Svíþjóðar til endurvinnslu. Þar eru mismunandi plasttegundir flokkaðar frá hver annarri og efnið síðan mulið og nýtt til plastframleiðslu á nýjan leik. Afurð úr endurunnum plastumbúðum eru m.a. rör, bílahlutir og þykkar tunnur.
Flokka skal allar umbúðir sem ekki bera skilagjald (gosflöskur), s.s. sjampóbrúsa, tómatsósuflöskur, plastbakka undan ýmsum matvörum, plastpoka ýmiskonar, plastílát undan mjólkurdrykkjum, jógúrtdósir, plastílát undan hreinsiefnum o.fl.
Hvernig á að flokka plastumbúðir
Umbúðir skulu vera tómar, án allra aðskotahluta, s.s. matar- eða efnaleifa. Umbúðir skulu vera án loks og tappa en lok og tappar mega þó fylgja með.
Athugið að ekki er hægt að flokka frauðplast til endurvinnslu!
Hvert á að skila?
Heimili skila þessum umbúðum í gáma á endurvinnslustöðvum.
Hvað er gert við umbúðirnar?
Efnið er baggað og sent til Svíþjóðar til endurvinnslu. Þar eru mismunandi plasttegundir flokkaðar frá hver annarri og efnið síðan mulið og nýtt til plastframleiðslu á nýjan leik. Afurð úr endurunnum plastumbúðum eru m.a. rör, bílahlutir og þykkar tunnur.
Birt:
March 28, 2007
Tilvitnun:
NA „Plastumbúðir - heimili“, Náttúran.is: March 28, 2007 URL: http://www.nature.is/d/2007/03/28// [Skoðað:Dec. 11, 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: April 28, 2007