Í dag fagna sveitarfélögin á Snæfellsnesi og Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull þeim tímamótum að fá vottun Green Globe sem sjálfbær og umhverfisvæn samfélög.
Snæfellsbær er fyrsta samfélag í Evrópu til að ná þessum áfanga og þau fjórðu í heiminum.

Sveitarfélögin á Snæfellsnesi eru: Eyja og Miklaholtshreppur, Grundarfjarðarbær, Helgafellssveit, Snæfellsbær, Stykkishólmsbær, Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull

Áður hafði Snæfellsnes áunnið sér Green Globe. Sjá hér á Grænum síðum þá aðila á Íslandi sem eru í aðlögun eða vottunarferli Green Globe Affiliate, þá sem hafa náð áfanga Green Globe Benchmarked og þá sem eru með fullnaðarvottun Green Globe Certified.

Sjá einnig nesvottun.is

Birt:
June 8, 2008
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Snæfellsnes fær Green Globe fullnaðarvottun “, Náttúran.is: June 8, 2008 URL: http://www.nature.is/d/2008/06/08/snaefellsnes-faer-green-globe-fullnaoarvottun/ [Skoðað:Oct. 13, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: June 9, 2008

Messages: