Í tilefni af Samgönguviku efna Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar og Félag umhverfisfræðinga á Íslandi til málþings um umhverfisvænni samgöngumáta. Yfirskrift málþingsins er "Erum við á réttri leið?". Fjallað verður um leiðir til að efla vistvænar samgöngur í borgum, stefnu og aðgerðir Reykjavíkurborgar til að styrkja innviði almenningssamgangna og hvernig ýta megi undir bíllausan lífstíl á höfuðborgarsvæðinu. Málþingið endar með umræðum fyrirlesara og gesta.

Málþingið verður haldið fimmtudaginn 17. september í Tjarnarsal í Ráðhúsi Reykjavíkur milli 12:00 og 13:30.

Dagskrá málþings:

12:00 Setning. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður Félags umhverfisfræðinga á Íslandi
12:05 Vistvænar samgöngur í borg bílsins. Guðmundur Freyr Úlfarsson, prófessor í samgönguverkfræði við HÍ
12:25  Leið út úr kreppunni: Fylgið Grænu vegvísunum! Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi og formaður umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar
12:45 Eftir hverju er verið að bíða? Sigrún Helga Lund, formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl
13:05  Umræður

Fundarstjóri: Ólöf Örvarsdóttir, skipulagsstjóri Reykjavíkurborgar.

Allir velkomnir!

Birt:
Sept. 15, 2009
Tilvitnun:
Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur „Erum við á réttri leið?“, Náttúran.is: Sept. 15, 2009 URL: http://www.nature.is/d/2009/09/15/erum-vio-rettri-leio/ [Skoðað:Sept. 24, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: