Orð dagsins 26. maí 2008

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) ætlar að leggja til að alvarleg brot á lögum um umhverfismál verði látin varða við hegningarlög í ríkjum sambandsins, en hingað til hafa hegningarlög ekki gilt um brot af þessu tagi. ESB skiptir sér yfirleitt ekki af refsilöggjöf aðildarlanda, og því þykir þessi tillaga marka tímamót. Verði þessi áform af veruleika, myndu m.a. alvarleg mengunartilvik, brot á reglum um flutning og förgun úrgangs og skemmdir á búsvæðum lífvera á vernduðum svæðum varða við hegningarlög.
Lesið frétt EDIE 23. maí sl.

Birt:
May 26, 2008
Höfundur:
Stefán Gíslason
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Brot á umhverfislögum verði meðhöndluð sem hegningarlagabrot“, Náttúran.is: May 26, 2008 URL: http://www.nature.is/d/2008/05/26/umhverfisafbrot-veroi-meohondluo-sem-umhverfisglae/ [Skoðað:Feb. 21, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: