Á Orkuþingi 2006 kynnti Vettvangur um vistvænt eldsneyti áfangaskýrslu sem nefnist Stefna Íslendinga í eldsneytismálum (skoða skýrsluna). Í áfangaskýrslunni er m.a. borin fram sú megintillaga Vettvangsins að opinber gjöld af ökutækjum verði endurskoðuð í heild með það að markmiði að skilgreina sérstaklega gjöld fyrir þjónustu og tengja öll önnur gjöld af stofnkostnaði, árlegri notkun og eldsneytisnotkun við losun á koltvísýringi. Sjá frétt á vef Orkustofnunar.
-
Orkustofnun og ÍSOR standa fyrir miðvikudagserindum í Víðgelmi, sal Orkugarðs að Grensásvegi 9 í Reykjavík. Fyrirlesarar koma víða að og eru allir sérfræðingar, hver á sínu sviði. Á viðburðardagatali Grasaguddu er að finna upplýsingar um fyrirlesara og viðfangsefni hvers miðvikudags.

Birt:
Nov. 21, 2006
Uppruni:
Orkustofnun
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Vettvangur um vistvænt eldsneyti - Áfangaskýrsla“, Náttúran.is: Nov. 21, 2006 URL: http://www.nature.is/d/2007/03/16/vistvaent_eldsneyti_skyrsla/ [Skoðað:Feb. 21, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: March 16, 2007
breytt: Jan. 20, 2008

Messages: