Á Vetrarhátíð/Safnanótt föstudagskvöldið 13. febrúar stendur Fuglaverndarfélag Íslands fyrir syningu á fjölbreyttum ljósmyndum af íslensku fuglalífi. Sýningin er í Safnaheimili Dómkirkjunnar en sýningarrýmið verður gædd lífi með fjölbreytilegum fuglahljóðum úr hinum skemmtilega dagskrárlið RÚV, „Fugli dagsins“. Ljósmyndarar eru: Gyða Henningsdóttir, Óskar Andri, Jakob Sigurðsson, Skúli Gunnarsson, Sindri Skúlason, Einar Guðmann, Ómar Runólfsson, Björn Arnarson, Sigurður Ægisson, Hrafn Óskarsson, Þórir Níels Kjartansson og Rán Magnúsdóttir.

Á laugardaginn 14. febrúar kl. 14:00 verður síðan boðið upp á leiðsögn um fuglalíf við Tjörnina, Einar Ó. Þorleifsson og Jakob Sigurðsson leiðsegja.

Sýningin verður í framhaldinu sett upp í Norræna húsinu, mánudaginn 16. febrúar og verður þar til 13. mars.

Mynd: Svanir á tjörn. Ljósmynd: ©Óskar Andri.
Birt:
Feb. 11, 2009
Höfundur:
Fuglavernd
Tilvitnun:
Fuglavernd „Fagurt galaði fuglinn sá“, Náttúran.is: Feb. 11, 2009 URL: http://www.nature.is/d/2009/02/11/fagurt-galaoi-fuglinn-sa/ [Skoðað:Oct. 11, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: