Norræna ráðherranefndin hefur gefið út rit sem tengist umhverfisþáttum varðandi smábáta og smábátahafnir. Ritið er ætlað bátseigendum, félögum í siglingaklúbbum, sveitarfélögum, hafnaryfirvöldum og öðrum sem bera ábyrgð á bátum og bátahöfnum. Í ritinu er að finna upplýsingar um skyldur bátseigenda og hafnaryfirvalda til að koma í veg fyrir eða draga úr mengun í höfnum og umhverfis þær. Í ritinu eru einnig dæmi um leiðir til þess að draga úr mengun. Sumar lausnir á mengunarvandamálum kalla á breytingar og fjárfestingar í höfnum.

Í öðrum tilfellum er nægilegt að skapa vilja til þess að breyta verklagi. Vonandi verður þetta rit gagnlegt bátseigendum og öðrum sem málið varðar og hvatning til að draga úr mengun. Ritið er prentað hjá prentsmiðjunni Guðjóni Ó. hér á landi. Prensmiðjan hjá Guðjón Ó er „Svansmerkt“ prentsmiðja og uppfyllir þannig kröfu ráðherranefndarinnar um umhverfisvottun þeirra prentsmiðja sem hún skiptir við. Bæklingurinn er gefinn út á 7 tungumálum, samtals í 137.450 eintökum. Í verkið fóru um 6 tonn af Svansmerktum gæðapappír.Ritið er gefið út á Norðurlöndum og að hluta aðlagað að íslenskum aðstæðum.

Ná í vefútgáfu.
Birt:
May 3, 2006
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Báturinn - hrein ánægja“, Náttúran.is: May 3, 2006 URL: http://www.nature.is/d/2007/03/21/baturinn_hrein_anaeg/ [Skoðað:Feb. 22, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: March 21, 2007
breytt: May 16, 2007

Messages: