Orð dagsins 12. desember 2008.

Mitt í niðursveiflunni í efnahagslífi heimsins er rífandi gangur í framleiðslu á búnaði til nýtingar sólarorku. Í „Sólardalnum“ í austurhluta Þýskalands eru verksmiðjur í þessari grein keyrðar á fullum afköstum og stjórnendur þeirra taka með ánægju við starfsmönnum sem misst hafa vinnuna í öðrum greinum atvinnulífsins. Árlegur vöxtur í sólarorkuiðnaðinum hefur verið um 60%. Búist er við að eitthvað hægi á vextinum í niðursveiflunni, en flest bendir þó til að vaxtarskeiðið í greininni taki engan enda í fyrirsjáanlegri framtíð. Fyrirtæki á sviði endurnýjanlegrar orku hafa almennt vaxið mjög hratt síðustu árin. Í Þýskalandi hafa þessar atvinnugreinar t.d. vaxið um 30% á ári frá 1998. Fjöldi starfsmanna á þessu sviði þarlendis er nú um 250.000 og fer væntanlega í um 450.000 á næsta áratug.
Lesið frétt PlanetArk/Reuter í dag.

Mynd frá kombikraftwerk.de.
Birt:
Dec. 12, 2008
Höfundur:
Stefán Gíslason
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Sólarorkutækni í uppsveiflu í niðursveiflunni“, Náttúran.is: Dec. 12, 2008 URL: http://www.nature.is/d/2008/12/14/solarorkutaekni-i-uppsveiflu-i-nioursveiflunni/ [Skoðað:Feb. 25, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: Dec. 14, 2008

Messages: