Fuglavernd stendur fyrir ráðstefnu um fugla laugardaginn 19. apríl, kl. 13–16:30 í Öskju, Háskóla Íslands. Ráðstefnan er haldin í samstarfi við Líffræðistofnun Háskólans og Náttúrufræðistofnun.

Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra setur ráðstefnuna. Fundarstjórar verða Þorsteinn Sæmundsson, forstöðumaður Náttúrustofu Norðvetsurlands og Ásta Þorleifsdóttir, jarðfræðingur. Á milli fyrirlestra verða stuttar umræður.

Dagskrá fyrirlestra:
Jan Ejlstedt, framkvæmdastjóri DOF (danska fuglaverndarfélagsins) - Alþjóðleg fugla- og búsvæðavernd.
Kristinn Haukur Skarphéðinsson og Guðmundur A. Guðmundsson, Náttúrufræðistofnun. Fuglastofnar á Íslandi - Ástand og horfur
Freydís Vigfúsdóttir, Náttúrufræðistofnun - Sjófuglar í breytilegu umhverfi.
Tómas Gunnarson, Háskólasetri Snæfellsness - Búsvæði fugla á Íslandi – sérstaða og framtíð.
Einar Ó. Þorleifsson, Fuglavernd - Staða fuglaverndar á Íslandi.

Allir velkomnir.

Birt:
April 14, 2008
Höfundur:
Fuglavernd
Tilvitnun:
Fuglavernd „Fuglaráðstefna í Öskju“, Náttúran.is: April 14, 2008 URL: http://www.nature.is/d/2008/04/14/fuglaraostefna-i-oskju/ [Skoðað:Oct. 13, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: