John McCain er eini frambjóðandinn í röðum Repúblikana sem stutt hefur raunhæfar aðgerðir til að draga úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda í Bandaríkjunum. Hann hafði frumkvæði um lagasetningu um þau mál ásamt Joe Lieberman, öldungardeildarþingmanni.

Bæði Barack Obama og Hilary Clinton hafa kynnt loftslagsstefnu sem byggir á “cap and trade”, þ.e. lagalega bindandi takmörkun á losun gróðurhúsalofttegunda og verslun með losunarkvóta. Það er sams konar kerfi og Kyoto-bókunin byggir á.

Gangi spár eftir um úrslit forkosninga í dag er næsta víst að næsti forseti Bandaríkjanna (McCain, Clinton eða Obama) muni gerbreyta stefnu Bandaríkjanna í loftslagsmálum sem er helsta forsenda þess að samkomulag náist í Kaupmannahöfn árið 2009 um framhald Kyoto-bókunarinnar.
Birt:
Feb. 5, 2008
Höfundur:
Árni Finnsson
Tilvitnun:
Árni Finnsson „Forsetaframbjóðendur boða breytta loftslagsstefnu“, Náttúran.is: Feb. 5, 2008 URL: http://www.nature.is/d/2008/02/05/forsetaframbjooendur-booa-breytta-loftslagsstefnu/ [Skoðað:Feb. 25, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: