Japaninn Dr. Yoshinori Nakagawa hefur þróað tannbursta sem hreinsar bakteríur og örverur úr munninum með virkni neikvæðra jóna.
Neikvæðar jónir hafa lengi verið notaðar til hreinsunar vatns og lofts og gagnast því einnig vel við tannhreinsun. Lósvirk titan málmstöng er innan í skafti tannburstans og haus burstans. Þegar ljós frá ljósaperu, flúorljósi eða dagsbirtu fellur á málmstöngina gefur málmurinn frá sér neikvæðar jónir, jónin blandast munnvatninu og draga jákvæðar vetnis-jónir frá bakteríuskán á tönnum og gera sýru þeirra basíska og bakteríuskánin leysist auðveldlegar upp.

Tannkrem verður því óþarft þar sem munnvatnið er það sem að gerir jónaferlið virkt.
Klíniskar rannsóknir bæði í Japan og Kanada sýna mjög mikla virkni títan málms gegn Streptococcus mutans bakteríum sem að finnast í munni og valda tannskemmdum.
Vísindalegar rannsóknir sýna að jóna-tannbursti getur stöðvað bakteriu myndun í munni og að blæðingar frá gómi hafa stórlega minnkað eða horfið við notkun hans. Bakteríuskán á tönnum myndar sýru í munni, þessi sýra veldur andremmu, tannskemmdum og munnholds-sjúkdómum. Undir venjulegum kringumstæðum gerir munnvatnið þessa sýru basíska en þegar bakteríuskánin hleðst upp virkar hún sem vörn sem að kemur í veg fyrir basíska eiginleika munnvatnsins, rannsóknir hafa sýnt að ljósvirki jóna-tannburstinn fjarlægir bakteríuskán af tönnum og stuðlar að heilbrigðara tannholdi.

Tannburstinn er vistvænn að því leiti að ekki þarf að nota rafmagn eða rafhlöður, tannkrem verður óþarft og lítið sem ekkert vatn þarf til að bursta tennurnar. Hægt er að skipta um haus á burstanum. Skaft og málmstöng tannburstans endist lengi ef vel er með farið og málmstönginni haldið hreinni. Skifta skal um haus á bursta á 3-4 mánaða fresti.

Jóna-tannburstarnir eru markaðssettir undir nafninu Soladey sjá www.soladey.com.
Skoða tannburstann og aukahausa á tannburstann hér á Náttúrumarkaðinum.

 

Birt:
Jan. 22, 2008
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Ljósvirkur jóna-tannbursti á Náttúrumarkaði“, Náttúran.is: Jan. 22, 2008 URL: http://www.nature.is/d/2007/11/11/ljsvirkur-jna-tannbursti/ [Skoðað:Sept. 13, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: Nov. 11, 2007
breytt: Jan. 23, 2008

Messages: