Leiðtogar Evrópusambandsins náðu í dag saman um aðgerðir í orku- og loftslagsmálum.

Umhverfisverndarsamtök á loftslagsþinginu í Poznan hafa harðlega gagnrýnt samkomulagið í Brussel og skorað á Evrópuþingið að hafna því. Sjá fréttatilkynningu.

Óbein skilaboð frá Obama
Í frábærri ræðu á loftslagsþinginu í dag sagði Al Gore frá fundi sínum með hinum ný kjörna forseta Bandaríkjanna. Al Gore sagði að Barack Obama hefði fullvissað sig um að hann myndi leggja mikla áherslu á að ná árangri í baráttunni við loftslagsbreytingar; að hans stjórn myndi beita sér af miklum krafti í samningaviðræðum við undirbúning fundarins í Kaupmannahöfn. Gore las upp nokkrar yfirlýsingar Baracks Obama um loftslagsmál og bætti við: „Þið skuluð ekki véfengja þessi orð.”
Birt:
Dec. 12, 2008
Höfundur:
Árni Finnsson
Tilvitnun:
Árni Finnsson „ESB bregst forustuhlutverki sínu í loftslagsmálum “, Náttúran.is: Dec. 12, 2008 URL: http://www.nature.is/d/2008/12/12/esb-bregst-forustuhlutverki-sinu-i-loftslagsmalum/ [Skoðað:May 28, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: