Ef við höfum náð að sá fleiri en einni salattegund eða sáð á mismunandi tímum er líklegt að við eigum salat úti í garði alveg fram að frosti. Höfuðsalat er yfirleitt vaxið úr sér þegar kemur vel fram í ágústmánuð, hausarnir farnir að rotna innan frá og orðnir ólystugir. Það borgar sig því að hugsa um salatið yfir sumarið, taka frá og skera burt það sem er úr sér sprottið eða dautt af blöðum og U rófur og grænmeti á haustpönnu V Í þennan rétt má nota flest haustgrænmetið og hann er fljótlegur. Grænmetið er skorið í sæmilega litla strimla, til að eldunin gangi fljótt. Séu margar tegundir steiktar saman er gott að byrja á lauk og hvítlauk. Síðan koma rófustrimlar, þá kartöflustrimlar, kál og steinselja. Gulrætur eru góðar þarna og kálið má gjarnan vera hvítkál, en grænkál eða selja eða spergilkál er í lagi. Sumir myndu bræða svolítið smjör í olíunni þegar þeir steikja. Svo má gera meira úr þessu með því að steikja beikon fyrst og mylja og strá því yfir í lokin. Þarna má líka reyna steikt söl í staðinn fyrir beikon eða sleppa því alveg.

Ef menn vilja síður steikja lengi er hægt að setja á pönnuna stóra matskeið af vatni eða soði og bregða loki yfir í nokkrar mínútur. Eða taka 1–2 tómata og skræla í heitu vatni og saxa út á. Þeir sjá þá um vökvann og ef lokið er sett á sþður grænmetið og síðan má krydda. Þetta er ákaflega hentugur réttur ef maður er að elda fyrir sig einan. hausum, en skilja eftir rótina. Ef við skerum hausana af rótinni og látum hana standa áfram í moldinni, þá koma ný blöð ofan á rótarstúfana og við fáum stundum dágóða seinni uppskeru bæði úti og inni alveg fram í október, ef ekki hefur frosið neitt sem heitir.

Haustsalatinu er það þó yfirleitt sameiginlegt að vera beiskara en sumarsalatið. Snemmsumars, þegar við setjum salatskál á borðið og ólífuolíu og balsamedik eða sítrónu, þá tæmist skálin en á haustin er kannski varla snert á henni. Þá þurfum við að breyta til og gera bragðmeiri salatídýfu, sem fellur að beiska bragðinu og ef við gerum það tæmist skálin líka. Þegar salatið er orðið haustlegt má aftur leita eftir fíflablöðum, sem hafa vaxið upp eftir að hafa verið slegin og athuga hvort þau eru brúkleg. Nú kemur sér vel uppskriftin frá í vor með súrmjólk, hvítlauk, cayennepipar, púðursykri og olíu. Það er enginn hörgull á tilbúnum salatídýfum en gaman er það, að minnsta kosti einu sinni á ævinni, að gera sitt eigið majónes.

Majónes
Áður en byrjað er verður að gæta þess vandlega að eggin og olían séu bæði við herbergishita, annars skilur majónesið sig og allt fer í vaskinn. Blanda þá saman í skál: einni eggjarauðu ögn af salti, hvítum pipar og 1/4 tsk sinnepi ef vill 1 tsk af vínediki eða sítrónusafi fyrir þá sem vilja hafa súrt Út í þetta á að hræra bolla af ólífuolíu, sem á ekki að vera of bragðsterk. Galdurinn liggur í því að bæta olíunni, lengi vel framan af, aðeins í dropatali í eggjarauðuna. Þegar helmingurinn af olíunni er búinn að sameinast eggjarauðunni má maður verða svolítið frjálslegri og setja meira í einu. Það var hefð fyrir því að nota silfurskeið til að hræra með, en nú er búið að gefa leyfi til að gera þetta með handýeytara eða hugsanlega í hrærivél. Vilji sósan skilja sig má reyna að setja ögn af köldu vatni út í. En það er sjaldnast að það tekst að ná henni saman aftur þegar svo er komið. Það verður að ætla sér sérlega góðan tíma í þetta og helst líta á það sem hugleiðslu og þjálfun í þolinmæði eða, sem er enn betra, sem hvíld frá erli dagsins. Sítrónusafinn og sinnepið er smekksatriði. Hvítlaukur er stundum hafður með, stundum ekki. Sumar uppskriftir hljóða upp á meiri olíu á móti eggjarauðunni.

Sinnep
Það er líka gaman að búa til sinnep þó það sé ekki nema einu sinni á ævinni. Líklega höfum við ekki ræktað sinnepið sjálf en það gerðu mágarnir í Sauðlauksdal og þetta litla fræ, mustarðsfræið, óx og óx kringum lysthúsið fræga upp í þriggja metra hæð eins og þyrnirósarskógur. En það er hægt að finna heil sinnepsfræ í kryddhillum margra stórmarkaða. Takið 2 eða fleiri msk þurr sinnepsfræ, myljið í mortéli og þynnið með örlitlu vatni, svo blandan verði þykk og deigkennd. Bætið í agnarögn af hvítvíni, mysu, rjóma, ediki eða kryddediki uns sinnepið verður eins og þykkur rjómi. Í þetta má bæta 2 tsk af hunangi, salti og pipar, tarragoni eða túrmerik, jafnvel hvítlauk og 1 tsk af góðri olíu. Blandið saman og smakkið til.

Birt:
Oct. 16, 2008
Tilvitnun:
Hildur Hákonardóttir „Salat“, Náttúran.is: Oct. 16, 2008 URL: http://www.nature.is/d/2007/11/12/salat/ [Skoðað:Sept. 16, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: Nov. 12, 2007

Messages: