Í „orði dagsins“ sem Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur skrifar á vef  Staðardagskrár 21 fjallar hann um grein á vefnum GreenBiz.com:

Fyrirtæki sem hafa sett sér metnaðarfull markmið í umhverfismálum, og þá sérstaklega loftslagsmálum, hafa aukið samkeppnishæfni sína verulega á síðustu þremur árum á kostnað fyrirtækja sem sinna minna um umhverfismál. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu greiningarfyrirtækisins Innovest. Úttekt Innovest á árangri 1.500 fyrirtækja leiddi í ljós „afgerandi, jákvæða og vaxandi fylgni milli frammistöðu iðnfyrirtækja á sviði sjálfbærrar þróunar og þá sérstaklega loftslagsmála annars vegar og samkeppnishæfni þeirra og fjárhagslegrar afkomu hins vegar“. Hins vegar er mikið sagt skorta á áreiðanleika upplýsinga um umhverfisstarf fyrirtækjanna. Ætla má að kröfur fjárfesta fari vaxandi hvað þetta varðar.

Sjá frétt á vef GreenBiz.com

Birt:
Oct. 27, 2007
Höfundur:
Stefán Gíslason
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Græn fyrirtæki með afgerandi forskot“, Náttúran.is: Oct. 27, 2007 URL: http://www.nature.is/d/2007/10/27/grn-fyrirtki-me-afgerandi-forskot/ [Skoðað:Feb. 25, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: